Getting Started

Getting Started

Getting Started

Gervigreindin getur gjörbreytt fyrirtækjum

August 22, 2024

Rekstrarvakt
Rekstrarvakt
Rekstrarvakt

Þrátt fyrir það hefur það reynst yfirþyrmandi fyrir marga stjórnendur að stökkva á þessa tækni og nýta til að bæta starfsemina - hvar á fólk að byrja?

Heillaður af gervigreind

Helgi Páll Helgason, doktor í tölvunarfræði, hóf að rannsaka og vinna með gervigreind löngu áður en Chat GTP var einu sinni hugmynd á servíettu. Helgi Páll hóf nýlega störf hjá Andes, og leiðir þar kraftmikið og metnaðarfull teymi og vegferð sem byggist á að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að finna ónýtt og spennandi tækifæri til vaxtar fyrir tilstilli gervigreindar:


„Ég byrjaði að forrita 7 ára gamall þegar ég eignaðist Sinclair Spectrum, fyrst í Basic og síðar í Assembler og fleiri málum sem unglingur“ segir Helgi Páll og lýsir því hvernig forritun og eiginleikar upplýsingatækni heilluðu hann allt frá unga aldri.

Bókin „Age of Spiritual Machines“ eftir Ray Kurzweil fangaði svo hug hans á unglingsárunum og kveikti fyrir alvöru áhuga hans á gervigreind. Seinna meir átti hann eftir að vinna verðlaun sem nefnd eru í höfuðið á Kurzweil fyrir fræðigrein sem var birt og kynnt hjá Oxford háskóla.

Gervigreind og svokölluð tauganet (sem LLM módel eru sem dæmi byggð á) hafa þannig markað feril hans, en það er einungis yfir síðasta áratug eða svo sem viðfangsefni Helga Páls hefur orðið áberandi í deiglunni og rutt sér til rúms í viðskiptalífinu.

En af hverju sprakk gervigreind svona út?

„Ég hef auðvitað fylgst náið með framþróun gervigreindartækni yfir langan tíma en fyrir tveim árum urðu ákveðin vatnaskil - allt í einu varð almenn og gagnleg gervigreind aðgengileg flestum.“

Helgi segir að vendipunkturinn gagnvart almenningi hafi verið þegar ChatGTP kom út, en að hans sögn er fyrsta útgáfan af þjónustunni góðkunnu samt ekkert í líkindum við það sem hún er í dag.

Um þessar mundir sé ákveðin uppsveifla að eiga sér stað sem á rætur að rekja til ársins 2012 þegar farið var að nota skjákort til að þjálfa gervigreindina mun hraðar. Þaðan hafa komið stöðugt út nýjar útgáfur af stærri og betri tauganetum, og tæknin vex og dafnar nánast daglega. En sökum þess hve hratt tæknin eflist hefur það einnig orsakað að almennir notendur hafa ekki fundið leiðir til að nýta tæknina á sem bestan hátt, líkt og Helgi bendir á:

„Gervigreindin er auðvitað mögnuð, en að því sögðu er ekki alltaf augljóst hvar eiginleikar hennar geta raunverulega nýst fyrirtækjum og stofnunum, það er engin handbók eða slíkt til staðar. “

Meira en bara skipulagstól

Í dag eru flestir farnir að nýta þjónustur eins og Chat GTP til að plana einföld en tímafrek verkefni eins og sumarfríið eða grunn að kynningum, og vissulega er gervigreind orðinn leiðandi þáttur í að gera ýmsar þjónustur hagkvæmari og skilvirkari. Gott dæmi um slíkt eru svokallaðir spjall-bottar sem svara spurningum viðskiptavina, vísa þeim á vörur eða þjónustur sem þeir væru líklegir til að hafa áhuga á o.s.frv. Helgi bendir á að við séum rétt að skrapa yfirborðið og nýtum okkur einungist brotabrot af því sem hægt væri að gera

Rétt notkun getur skapað mikið virði

„Möguleikarnir sem gervigreind býður upp á eru gríðarlegir, en það er lykilatriði að nota rétta tegund gervigreindar fyrir hvert verkefni“ segir Helgi en að fæst fyrirtæki og stofnanir séu að fullnýta gervigreindina. Raunar ætti áherslan að vera á þá stórtæku virðisaukningu sem fylgir réttir notkun á gervigreind og getur þannig falið í sér ómæld tækifæri og samkeppnisforskot. Að sögn Helga Páls megi greina ákveðin skort á hugsunarhætti og þekkingu á hvernig beisla megi þessa mögnuðu tækni:

„Stjórnendur í dag vita að gervigreindin er lykillinn að mögnuðum breytingum sem gætu haft gígantísk áhrif á velgengni fyrirtækisins eða stofnunarinnar - en fæstir eru með á hreinu hvernig skal fara að. Það er dálítið eins og að vera með lykilinn að ráðgátu lífsins í höndunum en kunna svo ekki að setja lykilinn í skrána.“


Nýta öfluga innviði AWS

Gervigreindarteymi Andes byggir vinnu sína á skýjavettvangi AWS en AWS er talið einn af öflugustu skýjavettvöngunum með víðtækt úrval þjónustu og heildstæðar lausnir þegar kemur að gervigreind og mörgu öðru.

Mikil áhersla er lögð á að gera fyrirtækjum kleift að nota gervigreind til virðissköpunar í viðskiptaumhverfien sú vinna er studd af öflugum innviðum AWS, þar á meðal sérhönnuðum örgjörvum eins og AWS Trainium og Inferentia, sem eru sérstaklega ætlaðir fyrir gervigreindarvinnslur.

Með samstarfi við AWS getur Andes og gervigreyndarteymi þess nýtt sér allt það nýjasta og öflugasta sem AWS hefur uppá að bjóða í gervigreindartækni til að mæta þörfum viðskiptavina sinna á sem bestan hátt:

„Með þeirri hugmyndafræði og tæknilegri færni sem við vinnum með geta fyrirtæki og stofnanir bæði prófað sig áfram með minniháttar hagkvæmnisverkefni en einnig ráðist í stórfellda innleiðingu á gervigreind og þannig tekið starfsemi sína bókstaflega á næsta stig.”

Aðspurður um framtíð gervigreindar í viðskiptalífinu segir Helgi að afar spennandi tímar séu framundan og að nú sé hver að verða síðastur til að grípa gæsina - og gervigreindina föstum tökum.

Viltu þú koma þínu fyrirtæki á flug með gervigreind? Velkomin að hafa samband fyrir nánari upplýsingar.

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni