Articles

Articles

Articles

Kistillinn opnaður

July 4, 2024

programm
programm
programm

gjaldgeng nema með viðkomu á einu safni þar sem þú með erfiðismunum rifjar upp þennan eina listfræðiáfanga úr menntaskóla:

..„Hvenær tók Picasso aftur u-beygju yfir í kúbismann?“

Gögn um gögn um gögn

Vissulega setja söfn upp sýningarnar sem við förum á, byggðar á þemum, rannsóknum og greiningum, en eitt mikilvægasta verkefni safna er varðveislan og meðfylgjandi gagnageymsla sem söfnin sjá um og aðrar mikilvægar upplýsingar tengdar þeim. Það gefur því auga leið að tölvukerfin sem söfn notast við þurfa að vera tæknilega vel útfærð og að þau séu auðveld að nota og létta undir þeirra vandvirku og oft flóknu skráningarvinnu sem söfn þurfa að framkvæma nánast daglega.

Skjáskot af Kistli

En spyr sá sem ekki veit: Hvað þarf gott safnakerfi að hafa til að einfalda verkferla og auka hagkvæmni í daglegum verkum?

Öfluga leitarvél

Teymið hjá Prógramm lagði upp úr að þróa öfluga leitarvél sem spilar lykilhlutverk í að straumlínulaga skráningarferlið og flýta fyrir allri greiningarvinnu. Meira að segja „minni“ söfn sitja yfirleitt á gríðarlegu magni gagna og því þarf leitarvélin að vera virka mjög vel. Í leitarvél Kistils er líka hægt að draga út gögn af mikilli nákvæmni og færa yfir Excel ef þörf er á.

Sérsniðið skráningarviðmót

Öll söfn er mismunandi og ekki virkar það sama fyrir alla. Skráningarviðmótið í Kistli má sérsníða fyrir hvert safnt, án mikillar fyrirhafnar og einskorðast breytingarnar aðeins fyrir safnið sjálft - ekki önnur söfn sem einnig nota kerfið.

Utanumhald

Þegar það er mikið magn af verkum og minjum, þarf utanumhaldið að vera gott. Kistill heldur utan um grunnupplýsingar, staðsetningarsögu gagna, hvort sem um ræðir hliðræn eða stafræn, ástandsskoðun, efnisgreiningu ofl.

Skrásetning á ástandi og viðhaldi er afar mikilvægt verkefni safna

Öryggi gagna

Við setjum öryggið í fyrsta sætið og tryggjum að gögnin séu vel varðveitt með því að halda utan um breytingar á skráningu og eiga afrit af gagnagrunni. Með mikið magn af munum getur verið auðvelt að missa sjónar á þeim og hjálpar kerfið safninu að halda góðri yfirsýn.

Auðvelt í notkun

Mikil áhersla er lögð á notendavænt umhverfi og er viðmótið í Kistli er einfalt og þægilegt. Fyrsti notandi Kistils var Kvikmyndasafn Íslands en safnið sér um að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir ásamt því að hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis samkvæmt lögum um skylduskil og standa fyrir sýningum á kvikmyndalist. Bera þau kerfinu góða sögu;

Kistill er frábært kerfi sem auðveldar okkur að halda utan um öll þau gögn sem tengjast safninu.” - Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.

Söfn í nýju ljósi

Petra Pétursdóttir, teymisleiðtogi Kistils

Petra Pétursdóttir, teymisleiðtogi Kistils segir að það hafi verið ánægjulegt að leiða verkefnið, og það hafi að vissu leyti breytt því hvernig hún hugsar um söfn almennt:

Það er búið að vera bæði áhugavert og gaman að þróa Kistil enda hafði ég sjálf aldrei hugsað út í hve veigamikið hlutverk tölvukerfi spila fyrir söfn. Það var líka skemmtilegt að greina og skilja þarfir safna þegar kemur að gagnaskráningu og til dæmis hve mikilvæg leitin er.. Nú hugsa ég alltaf um tölvukerfa safnanna sem ég heimsæki og velti fyrir mér hvernig kerfin þeirra séu sett upp."

Samstarfið innan- og utanhúss

Í verkefni sem þessu segir Petra gott samstarf lykilþátt til að tryggja góða útkomu og gildir það auðvitað fyrir samstarfsaðilanna en ekki síður teymið sjálft sem þróar og byggir vöruna:

„Það hefur verið alveg ómetanlegt að vinna að Kistli með Kvikmyndasafni Íslands og eigum við starfsfólkinu þar mikið að þakka. Sömuleiðis vil ég hrósa teyminu mínu hjá Prógramm fyrir vel unnin störf - þau eiga mikið hrós skilið fyrir að koma Kistli svona frábærlega vel frá sér“

Kistill er hagkvæmt og hentugt tól fyrir söfn af öllum gerðum. Einfalt er að setja kerfið upp, þjálfa notendur þess og koma því fljótt í notkun.

Viltu vita hvernig Kistill getur létt undir hjá safninu þínu?

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar má finna á Kistill.is

Kistils-teymið:

Andrea Skúladóttir

Ása Björg Guðlaugsdóttir

Birnir Þór Árnason

Elín Friðrika Hermannsdóttir

Guðjón Magnússon

Gunnar Orri Kjartansson

Kári Gunnarsson

Kristján Halldórsson

Petra Pétursdóttir

Sara Helena Bjarnad. Blöndal

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Viltu vita meira?

Endilega hafðu samband við okkur með tölvupósti

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni

Skoðaðu bloggið

Greinar frá okkur um mismunandi viðfangsefni og verkefni