Frá dögum og vikum yfir í mínutur. MMS umbylti upplýsingaleit með öruggri gervigreindar lausn APRÓ
Anna Margrét
Greinar
7/9/25
Bætt aðgengi að upplýsingum um skólastarf með öruggri og hagnýtri gervigreind.
APRÓ vann með Miðstöð menntunar og skólaþjónustu (MMS) að innleiðingu á öruggri og hagnýtri gervigreindarlausn byggðri á AWS Bedrock og sérsniðnu LibreChat viðmóti. Lausnin gerir þannig starfsfólki MMS kleift að nýta sér háþróuð gervigreindartól eins og Claude fyrir dagleg verkefni og til að sækja upplýsingar úr innri gagnasöfnum á öruggan og einfaldan hátt.
Áskorunin
MMS þurfti að innleiða gervigreindarlausn sem tryggði:
Samræmi við GDPR og íslensk persónuverndarlög.
Örugga tengingu við innskráningarkerfi (SSO).
Að engin gögn yrðu notuð til að þjálfa AI líkön Lausn sem gæti stækkað með auknum þörfum stofnunarinnar.
Lausn APRÓ
Við þróuðum sérsniðið LibreChat viðmót, samþætt við SSO MMS, knúið af AWS Bedrock til að veita öruggan aðgang að grunnlíkönum. APRÓ er að nýta opinn hugbúnaður sem virkar eins og eitt sameiginlegt spjallviðmót fyrir mörg mismunandi gervigreindarlíkön. Í stað þess að þurfa að opna ChatGPT, Claude eða aðrar utanaðkomandi AI aðstoð í hvert skipti, getur starfsfólk MMS notað eitt viðmót fyrir öll gervigreindar tengd verkefni. Fyrir MMS þýddi þetta að við gátum búið til sérsniðna lausn sem tengist m.a. ytri AI líkönum (í gegnum AWS Bedrock) og innri gögnum MMS á örugg hátt.
Lausnin býður upp á:
Almenn gervigreindartól fyrir samantektir, þýðingar og efnisgerð.
Sérhæfða "agenta" sem nýta Retrieval-Augmented Generation (RAG) til að nálgast gögn MMS.
Aðgangsstýringar byggðar á hlutverkum fyrir innri og ytri notendur.
Fulla dulkóðun og rekjanleika allra aðgerða.
Tæknileg uppsetning
Viðmót: Sérsniðið LibreChat (APRÓ OSS), hýst með AWS Amplify, varið með CloudFront og WAF.
Bakendi: API Gateway + Lambda fyrir samskipti og öryggisreglur.
Gagnalag: Amazon S3 og Amazon OpenSearch Service fyrir RAG.
AI lag: AWS Bedrock fyrir öruggan aðgang að grunnlíkönum án þjálfunar á gögnum MMS.
Öryggi & samræmi: AWS IAM Identity Center, AWS KMS, CloudWatch og VPC endapunktar.
Árangur & niðurstöður
Tími til að finna innri skjöl minnkaði úr klukkustundum í sekúndur.
Bætt framleiðni við efnisgerð og stefnumótun.
100% samræmi við GDPR án áhættu á gagnaleka.
Tímasparnaður og aukið flæði hjá MMS „Gervigreindarlausnin sem APRÓ afhenti okkur hefur breytt vinnuflæðinu innan MMS. Núna getum við nýtt gervigreind öruggan hátt, allt frá stefnumótun yfir í að nálgast upplýsingar úr okkar eigin gagnasöfnum.- Páll Ásgeir, tæknistjóri, MMS
„Samstarfið við MMS var mjög ánægjulegt og það var virkilega gaman að sjá hvernig gervigreind getur verið tekin í notkun hjá opinberri stofnun á öruggan og hagnýtan hátt. Verkefnið sýnir hversu mikilvægt það er að útfæra slíkar lausnir með réttum öryggisráðstöfunum." - Jón Levý Guðmundsson, teymisleiðtogi hjá APRÓ.