Ljósleiðarinn og APRÓ: Sjálfbærni og sjálfstæði á umbrotatímum
Innsýn
12/16/25
Fjarskiptafélagið Ljósleiðarinn stóð á tímamótum þar sem nýjar stefnur og straumar kölluðu á aukið sjálfstæði hjá tækniteymi Ljósleiðarans og sveigjanleika í umsýslu kerfa.
Í kjölfarið var ráðist í umbótaverkefni þar sem APRÓ aðstoðaði við umbreytingu á tæknilegum grunni félagsins. Vildu þau færast frá óþarflega flóknum lausnum sem gerðu þau háð utanaðkomandi aðilum yfir í skilvirkara umhverfi. Meginmarkið var að gera Ljósleiðarateymið sjálfstæðara, með sjálfbærari lausn og geta þannig sjálf haft meiri áhrif á tæknilega vegferð félagsins. Jón Levý, teymisleiðtogi hjá APRÓ, tók þátt í verkefninu og segir frá.
Upphafið: tæknileg úttekt og uppgötvanir
„Við byrjuðum á nokkurs konar discovery-fasa,“ segir Jón Levý en markmiðið þar var að fá heildarmynd á verkefnið, sjá hvað virkaði og hvað ekki. Niðurstaðan var skýr að sögn hans: Ljósleiðarinn myndi færa sig úr leyfistengdum kerfum og taka í staðinn nýja nálgun. Það fól það í sér að segja upp leyfistengdu kerfi sem var kostnaðarsamt og byggja þess í stað upp eigin innviði.

Úr fjötrum í frelsi
Verkefnið var langt frá því að vera einfalt viðurkennir Jón Levý og að teymin hafi mætt ýmsum kvöðum, eitt af þeim var stuttur tímafrestur. Nauðsynlegt var að ráðast í breytingar áður en nýtt leyfistímabil gekk í garð. Því þurftu teymin tvö að vinna hratt og örugglega.
„Við vorum dálítið eins og björgunarsveit, komum inn í kerfi sem hafði vaxið og þróast í mörg ár, þar sem flöskuhálsar höfðu myndast en þeir voru oft að hefta hraðann og frekari þróunareiginleika,“ segir Jón Levý.
Tæknilausnir: Vöktun og arkitektúr
Í stuttu máli fól verkefnið í sér að setja upp nýtt millilag milli kerfa til að auka afköst og stöðugleika, ásamt því að innleiða betra vöktunarkerfi.
„Við settum svokallað log-agenta á öll helstu kerfi þeirra sem safna gögnum á einn miðlægan stað. Nú geta þeir fylgst með stöðunni á öllum kerfum í rauntíma og gripið inn áður en eitthvað fer úrskeiðis,“ útskýrir Jón Levý.
Notendamiðuð nálgun í hugbúnaðarþróun
Til að tryggja að nýja lausnin virkaði í raunveruleikanum voru framkvæmdar notendaprófanir með hópi rafvirkja sem nota kerfið daglega.
„Þeir fengu að prófa, gefa endurgjöf og sjá breytingarnar. Það var mikilvægt enda vildum við að lausnin virkaði fyrir þá sem nota hana, ekki bara á teikniborðinu.“
Niðurstaðan: Aukið frelsi í tæknirekstri
Ljósleiðarinn hefur nú þær lausnir og tól til að reka og þróa eigin tæknikerfi með stórauknu frelsi, nokkuð sem skiptir sköpum fyrir til dæmis starfsánægju.
„Þau eru ekki lengur háð einni lausn eða lokuðum og kostnaðarsömum kerfum. Þau geta þar af leiðandi sjálf byggt áfram á þeim arkítektúr sem við hönnuðum og þannig haldið áfram að skala næstu ár,“ segir Jón.
Bragi Reynisson hjá Ljósleiðaranum tekur undir og bætir við:
„Verkefnið með APRÓ var frábær reynsla. Þau komu inn með ferskt sjónarhorn, skildu reksturinn fljótt og hjálpuðu okkur að verða sjálfbærari í eigin þróun. Það breytti öllu fyrir okkur.“
Góð tækniverkefni snúast um fólk og ferla
Fyrir APRÓ er þetta dæmi um hvernig vel útfærð tækniverkefni snúast ekki bara um kóða heldur fólk, ferla og framtíðarsýn.
Viltu vita hvernig APRÓ getur hjálpað þínu fyrirtæki að verða sjálfstæðara og skilvirkara í tæknirekstri?
Hafðu samband og við skoðum málið saman.
