Full-Time
Teymisleiðtogi í hugbúnaðarþróun
Content
Content
Teymisleiðtogi í hugbúnaðarþróun
Andes og Prógramm leita að drífandi aðila til að leiða teymi í hugbúnaðarþróun. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hugsað í lausnum og stýrt verkefnum á leiðarenda.
Andes og Prógramm eru systurfélög sem saman mynda eitt af öflugri hugbúnaðarhúsum landsins. Við trúum því að við getum aukið skilvirkni með sérfræðiþekkingu og vali á réttum verkfærum fyrir hvert og eitt verkefni. Við erum leiðandi í stafrænni umbreytingu og sérsvið okkar eru skýjalausnir, sjálfvirkni, innviðir og flóknari hugbúnaðarlausnir. Vinnustaðurinn er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja þróast áfram á sviði upplýsingatækni og taka þátt í krefjandi, skapandi og skemmtilegum verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Leiða teymi hugbúnaðarsérfræðinga og tryggja framúrskarandi árangur
Skipuleggja og fylgja eftir þróunarverkefnum, frá þarfagreiningu til afhendingar
Þróun upplýsingakerfa fyrir stærri stofnanir og fyrirtæki
Sjálfvirknivæðing vinnuferla, skjölun og uppsetning á stafrænum innviðum
Virk samskipti við viðskiptavini til að tryggja að lausnir mæti þeirra þörfum
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi, sérstaklega á sviði hugbúnaðarþróunar
A.m.k. fimm ára reynsla af hugbúnaðarþróun
Reynsla af vöru- og/eða verkefnastjórnun í hugbúnaðarverkefnum
Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og þróast í starfi
Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi
Kaupréttaráætlun
Sveigjanlegur vinnutími
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur
Mötuneyti
Öflugt starfsmannafélag
Careers
Review other job openings