Eigum við að skipta um kúrs með VMware eða skoða aðra valkosti?

Grein um hvernig fyrirtæki eru að endurmeta innviðarekstur sinn út frá bæði viðskiptalegum og tæknilegum forsendum.

Andri Örvar Baldvinsson

Innsýn

11/22/25

VMware er án efa einn af stóru leikurunum í sýndarvéla- og gangaverslausum í heiminum og hefur í meira en tvo áratugi verið einn af mikilvægustu hornsteinum í innviðarekstri hjá íslenskum fyrirtækjum. Þess vegna hafa mörg fyrirtæki fjárfest verulega í innviðum sínum og byggt upp þekkingu og reynslu starfsmanna í kringum lausnir VMWare.

VMware-sérfræðingar á Íslandi hafa í mörgum tilfellum tryggt fyrirtækjum stöðugan og góðan rekstur og er það því fullkomlega skiljanlegt að ekki hefur þótt tilefni til að skoða aðra valkosti.

Og það skiptir hvað mestu máli – ekki bara tæknilega, heldur upp á skipulagsheild fyrirtækisins. 

En á sama tíma hefur landslagið breyst eftir yfirtöku Broadcom á VMware í lok ársins 2023, þar sem nýjar áskriftaleiðir voru kynntar til leiks, uppsagnir voru á samningum hjá viðskiptavinum, sameining á vöruflokkum sem þýðir að þú ert jafnvel að borga fyrir leyfi sem þú notar ekki ásamt því að hærri leyfiskostnaður hefur valdið því að mörg fyrirtæki eru núna að endurskoða framtíð sína í innviðarekstri (heimild).

Þessar vangaveltur að fyrirtæki séu skoða að skipta um kúrs eru svo staðfestar í nýrri könnun frá Gartner Community, þar sem 73% VMware-viðskiptavina eru að skoða aðra valkosti (heimild).


Af hverju eru fyrirtæki að endurmeta stöðuna?

Þó hækkandi leyfiskostnaður hafi hrundið af stað umræðunni um að gera breytingarnar eru ástæðurnar í raun mun víðtækari. Þegar fyrirtæki skoða þetta af alvöru sjá þau að þetta er bæði viðskipta- og tæknilegs eðlis og að þessar tvær hliðar haldast gjarnan í hendur.

Á viðskiptahliðinni sjáum við hækkandi leyfiskostnað, áskoranir í kringum CAPEX og OPEX og aukna þörf fyrir sveigjanleika í rekstrarmódelum. Fyrirtæki vilja meiri hraða til að geta brugðist við breyttum aðstæðum á markaði, geta prófað sig áfram án þess að festa sig í of miklum CAPEX kostnaði og öðlast meiri stjórn.

Á tæknihliðinni eru algengustu ástæðurnar að draga úr tækniskuld, auka öryggi og skalanleika ásamt því að einfalda rekstur - jafnvel með það í huga að fækka vélasölum. Fyrirtæki með háa tækniskuld horfa oft til skýjalausna sem leið til að losa um hnútana sem hafa safnast upp í gegnum árin.

Þetta snýst ekki um VMware sé ekki að standa sig, heldur að umgjörðin í kringum rekstur, kostnaðarmódel ásamt að væntingum og kröfum til innviðareksturs eru að breytast.


Á að halda sig í sama fyrirkomulagi en skipta um birgja?

Það er ekkert skrítið að mörg fyrirtæki séu að skoða aðra valmöguleika eins og Nutanix, Hyper-V eða KVM fyrir sinn innviðarekstur

Þetta eru lausnir sem eru vel þekktar hér á landi og geta verið hagkvæmari nú þegar leyfiskostnaður VMware hefur breyst. Fyrirtæki sem vilja halda áfram á sama kúrs með sama rekstrarform(CAPEX), nýta sama vélbúnað og eða sama gagnaver en með nýjum birgja, sjá að þessi leið getur verið mjög skynsamleg.

Það er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að hér er fyrst og fremst um birgjaskipti að ræða, ekki breytingu á nálgun. Umgjörðin, gagnaverið, vélbúnaðurinn og standa öll í stað og breytast ekki.


Væri AWS skýjalausnin góður valkostur?

Skýjalausnir hafa á undanförnum árum orðið að raunhæfum valkosti fyrir hefðbundinn innviðarekstur. Fyrirtæki sem hafa tileinkað sér þessa nálgun njóta nú meiri sveigjanleika, betra þjónustustigs, hraða og skalanleika sem erfitt er að ná fram með eldra fyrirkomulagi.

Mynd (heimild)

Myndin hér að ofan sýnir þetta vel: þegar fyrirtæki færa sig frá hefðbundnu „on-prem“ umhverfi þ.e. með vélarsölum og gagnaverum yfir í skýjalausnir lækkar rekstrarkostnaður smám saman, á sama tíma og sveigjanleiki og aðrir möguleikar aukast.

Með AWS flyst stór hluti þeirrar vinnu sem áður þurfti að sinna í vélarsölum og gagnaverum  eins og vélbúnaði, öryggisuppfærslum, afritun, endurheimt, skalanleika og jafnvel gagnagrunnsrekstri — yfir á þjónustulag sem AWS sér alfarið um. Fyrirtæki fá þannig meiri tíma og geta nýtt mannafla sinn til að einbeita sér að öðrum verkefnum í stað sífelldrar viðhaldsvinnu.

Myndin undirstrikar að flutningur í skýið er fyrsta skrefið en að nútímavæða kerfin skapar raunverulegan ávinning. Fyrirtæki geta byrjað á því að færa vinnslu í skýið án þess að breyta öllu og byrja þannig að vinna öðruvísi með innviði og rekstur. Þetta þýðir ekki alltaf að kostnaður lækki sjálfkrafa við fyrstu skrefin en það opnar á möguleika að hagræða betur í rekstrinum sem erfiðara er að gera í „on-prem“ umhverfum eins og með sjálfvirkni, betri yfirsýn, sveigjanleika og gagnsæi í rekstrarkostnaði. Þegar kerfi eru svo uppfærð í managed eða cloud-native þjónustur fer ávinningur að margfaldast með minna flækjustigi, minni tækniskuld og snarpari nýsköpun.

AWS hefur sett mikinn metnað í að einfalda fyrirtækjum að koma sér í skýið. Verkfæri á borð við AWS Transform for VMware gera flutningsferlið bæði öruggt, einfaldara og skilvirkara með notkun gervigreindar, og getur dregið úr umfangi verkefna verulega (heimild).

Það er líka athyglisvert hversu hratt svona umbreytingar geta gengið fyrir sig. Danske Bank hóf til dæmis flutning innviða sinna til AWS með það markmið að verða leiðandi sem „digital-first“ banki. Í verkefninu fluttu þeir yfir 16.600 netþjóna og meira en 60.000 “containers”, þ.e. þjónustum í Kubernetes og með sjálfvirknivæðingu og réttum verkfærum frá AWS náðu þeir að stytta umfang verkefnis um 50%.

Þetta dæmi endurspeglar vel hversu langt AWS hefur náð í að gera flutning í skýið skilvirkt, á öruggan máta og að það valdi minni röskun á starfsemi en áður var mögulegt (heimild).


APRÓ styður þitt fyrirtæki

APRÓ er eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem hefur byggt upp sérhæfð teymi í kringum vörur og þjónustur AWS. Þar starfa vottaðir AWS Solutions Architects, öryggis- og DevOps sérfræðingar sem hafa margra ára reynslu af því að flytja fyrirtæki úr hefðbundnum innviðum yfir í AWS á öruggan og skilvirkan hátt.

Við aðstoðum fyrirtæki við að greina núverandi stöðu, hanna rétta lausn og framkvæma flutning frá m.a. VMware og öðrum on-prem umhverfum með lágmarks raski. Með réttri nálgun hjálpum við viðskiptavinum að lækka rekstrarkostnað, draga úr tækniskuld og byggja upp skýjalausnir með nútímalegri nálgun og betri nýtingu á mannafla.

Fyrirtæki sem vinna með APRÓ fá þannig greiðan aðgang að teymum sem hefur mikla AWS-reynslu og viðurkenndar vottanir sem geta leitt þau í gegnum allt ferðalagið inn í skýið, frá fyrstu greiningu til innleiðingar.

Ertu að velta fyrir þér að skipta um kúrs? Eða forvitinn um möguleikana sem felast í skýjinu og hvort það henti þér og þinni starfsemi? Hafðu samband og við segjum þér allt af létta.