Hugarró með borgara og bjór - Vöktun og Viðbragð

Við héldum skemmtilegan viðburð og buðum upp á borgara, bjór og algjöra hugarró

Fréttir

9/16/25

Fimmtudaginn 11. september síðastliðinn buðum við í laufléttan viðburð hjá okkur í U8 þar sem einn af okkar helstu vökturum, Þröstur „Spörri“ Jónsson héltu stutta kynningu um Vöktun og Viðbragðsþjónustu APRÓ.

Mikið í húfi

Eins og Spörri fór yfir getur vöktun á kerfum tekið á sig nokkuð dramatíska mynd, enda er mikið í húfi fyrir fyrirtæki að halda kerfunum sínum heilbrigðum og í góðum gír.

Þá gilda nokkrar þumalputtareglur, hvort sem þú vaktar eigið kerfi eða úthýsir því til þjónustuaðila eins og APRÓ.


Í kjölfar kynningarinnar voru spurningar og umræður, þar sem Spörri og Hlöðver Þór framkvæmdastjóri APRÓ sátu fyrir svörum. Loks var boðið upp á grillaða hamborgara og létta drykki.

Með Vöktun og Viðbragðsþjónustu APRÓ færðu m.a.:

  • Aukna yfirsýn og betri stjórn á rekstri

  • Losun á mannauð frá bakvöktum

  • Fyrirsjáanlegan kostnað og minni áhætta

  • Trausta þjónusta sem tryggir stöðugleika


Nokkrar þumalputtareglur um vöktun kerfa

1. Vertu búinn að skilgreina hvaða ferlar og kerfi eru mikilvægir í þínum kerfum

2. Skilgreindu hvernig er best að fylgjast með því mikilvæga og hvar sársaukamörkin liggja. Ekki treysta á sjálfgefnar stillingar, kannski er það ekki ástæða til að ræsa út vakt ef að heimasíðan þín er 15 sek að svara á nóttunni

 3. Skjölun og æfingar. Reyndu að ákveða hvernig bregðast eigi við og skjalaðu viðbrögðin og æfðu þau; ítrist oft.

Viltu vita meira um Vöktun og Viðbragðsþjónustu APRÓ? Sendu okkur línu á apro@apro.is