Hvatar til að færa sig frá VMware í AWS - með jólabjór!
Hvar:
APRÓ, Urðarhvarf 8b, 5. hæð
Hvenær:
3. des
15:00 - 19:00
Verð:
Ókeypis!
Um viðburðinn
Fyrirlesarar:
Tobias Urban – Financial Services Leader, AWS
Tobias Urban starfar með helstu fjármálastofnunum í Danmörku og styður stjórnendur í stefnumótun, nýsköpun og breytingaferlum. Hann er þekktur fyrir að tengja saman fólk og hugmyndir og hjálpa fyrirtækjum að skapa vöxt og þróa framtíðarlausnir í fjármálaþjónustu.
Anantharaman Seshadri – Senior Solutions Architect, AWS
Anantharaman Seshadri er sérfræðingur í hönnun og innleiðingu skýjalausna, gervigreindar og gagnadrifinna kerfa. Hann hefur mikla reynslu af stafrænum umbreytingum og hefur unnið með fyrirtækjum að því að hraða nýsköpun og byggja upp traustan og sveigjanlegan tæknigrunn.
Dagskrá
Tími | Dagskrárliður |
|---|---|
15:00 | Kynning og setning viðburðar Hlöðver Þór Árnason Stutt yfirlit um samstarf APRÓ og AWS |
15:10 | Af hverju eru fyrirtæki að færa sig frá VMware? Helstu ástæður breytinga Markaðsþróun og kostnaðarþættir Helstu áskoranir viðskiptavina:
|
15:35 | Helstu leiðir til að flytja VMware í AWS Heildstæðar leiðir fyrir umbreytingu og flutning Tækni og lausnir til að minnka tíma, kostnað og áhættu Hvernig AWS styður bæði staðbundin og skýjatengd VMware umhverfi? Stuðningsáætlanir AWS:
|
16:10 | Dæmisaga: AWS innleiðing Danske Bank Af hverju þau völdu AWS Ávinningur og lykil lærdómar Hvernig þau tóku á stórum og flóknum flutningum |
16:40 | Spurningar og opin umræða |
17:00 - 19:00 | Jólabjórsmakk og spjall |



